Líf í borgarholtsskóla

21/10/2024 | Ritstjórn

Foreldrakvöld

Andrea og Kári með fyrirlestur fyrir forsjáraðila

Andrea og Kári með fyrirlestur fyrir forsjáraðila

Foreldrakvöld fór fram í skólanum síðastliðinn miðvikudag. Kvöldið hófst með aðalfundi foreldraráðs skólans en eftir hann og kaffipásu var boðið upp á fræðsluerindi undir yfirskriftinni Aukið ofbeldi og ábyrgð foreldra og samfélagsins. Hvernig getum við saman stutt við ungmennin okkar?

Fyrirlesararnir Andrea Marel Þorsteinsdóttir og Kári Sigurðsson hafa bæði starfað með unglingum um langt skeið og hafa saman breiða fagþekkingu í málefnum ungmenna. Þau hafa ferðast um landið með fræðsluna „Fokk me – Fokk you“ sem fjallar um veruleika unglinga í tenglum við sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti. Þau hafa frætt bæði unglinga og foreldra sem og annað fagfólk sem starfar með börnum og unglingum um allt land. Í erindi sínu gáfu Andrea og Kári foreldrum og forráðafólki innsýn inn í þann veruleika sem börnin okkar búa við og ræddu við áhorfendur um hvaða áhrif forsjáraðilar geta haft á hann.

Kvöldið var verulega vel heppnað og er Andreu og Kára þakkað sérstaklega fyrir fyrirlesturinn.