Líf í borgarholtsskóla

19/03/2024 | Ritstjórn

Samningur við Goethe-stofnunina

Magnús Matthíasson þýskukennari, Sophie Nadolski yfirmanneskja tungumálasviðs Goethe Institut í Kaupmannahöfn og Ársæll skólameistari

Magnús Matthíasson þýskukennari, Sophie Nadolski yfirmanneskja tungumálasviðs Goethe Institut í Kaupmannahöfn og Ársæll skólameistari

Borgarholtsskóli og Goethe Institut hafa gert með sér samnig um áframhaldandi samstarf á sviði þýskukennslu. Samningurinn kveður á um að Borgarholtsskóli sé svokallaður PASCH skóli, einn af 2000 slíkum á heimsvísu og sá eini á Íslandi. PASCH verkefnið er unnið að frumkvæði Utanríkisráðuneytis Þýskalands og Menningarmálaráðuneytisins sem og Goethe Institut.

Samningurinn veitir okkur aðgang að sérfræðiþekkingu og urmul af efni um allt er varðar þýskukennslu og menningu þýskumælandi landa. Einnig veitir samningurinn okkur forgang að námskeiðum, skiptinámi og stað/og netnámi fyrir nemendur okkar og starfsfólk.

Skólinn er að auki með þessum samning sá aðili á Íslandi sem hefur réttindi til að halda alþjóðleg þýskupróf fyrir nemendur annara framhaldsskóla á Íslandi, sem og fyrir alla þá sem þessi próf vilja taka, sem eru alla jafna frumforsenda þess að geta starfað eða numið í þýskumælandi löndum.

Sophie Nadolski, kennslusérfræðing/ráðgjafa í þýsku við Goethe Institut í Kaupmannahöfn er okkar tengiliður við verkefnið.

Með samningnum tryggjum við forystu skólans hvað varðar tungumála- og menningartengsl við hinn þýskumælandi heim.

Logo Goethe Institut
Logo Goethe Institut