Líf í borgarholtsskóla

Félags- og hugvísindabraut - íþróttaakademía

Nám á félags- og hugvísindabraut veitir nemendum víðtæka almenna menntun og undirbýr þá fyrir háskólanám. Námið er skilgreint á þriðja hæfniþrepi og lýkur með stúdentsprófi. Áhersla er lögð á félagsvísindi, tungumál og hugvísindi. Námið hentar m.a. þeim sem hafa hug á að leggja stund á háskólanám á ofantöldum sviðum. Eins veitir námið ákjósanlegan undirbúning fyrir nám í menntavísindum, lögfræði og fleiri greinum sem krefjast færni í samskiptum. Nemendum gefst kostur á að styrkja grunn sinn í íslensku og erlendum tungumálum með því að velja þessar greinar á kjörsviði eða í vali.

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði liggur eins og rauður þráður í gegnum nám á félags- og hugvísindabraut. Nemendur kynnast hugmyndafræðinni frá ýmsum sjónarhornum í ólíkum námsáföngum jafnframt því sem útskriftarverkefni þeirra snýst að stórum hluta um nýsköpun.

Grunnur (99 einingar)

Kjarni íþróttaakademíu (25 einingar)

* Í stað ENS3A05 má taka aðra kjörsviðsáfanga í ensku, þ.e. ENS3B05, ENS3C05, ENS3D05, ENS3E05.

Bundið pakkaval (20 einingar)

Kjörsvið félags- og hugvísindabrautar (20 einingar)**

Nemendur velja kjörsvið í samræmi við þá braut sem þeir eru á. Hægt er að velja hvenær áfangar af kjörsviðum eru teknir, en gæta þarf þess að byrja ekki of seint á námstímanum að taka þá áfanga.

**Nemendum í íþróttaakademíu er ráðlagt að kynna sér vel inntökuskilyrði viðtökuskóla (háskóla). Nauðsynlegt getur reynst að bæta við einingum/áföngum á kjörsviði í einstöku greinum til að uppfylla þau.

Uppfært: 12/08/2024