Náttúrufræðibraut - íþróttaakademía
Á náttúrufræðibraut öðlast nemendur haldgóða menntun í grunngreinum náttúruvísinda ásamt því að hljóta víðtæka almenna menntun. Námið er skilgreint á þriðja hæfniþrepi og lýkur með stúdentsprófi.
Sérstök rækt er lögð við að nemendur öðlist góð tök á stærðfræði. Er færni í stærðfræði m.a. þjálfuð með því að gefa nemendum kost á að tengja viðfangsefni náttúruvísinda við verkfæri stærðfræðinnar. Nemendum gefst einnig kostur á að styrkja grunn sinn í tungumálum og íslensku með því að velja þessar greinar á kjörsviði eða í frjálsu vali.
Nám á náttúrufræðibraut er ákjósanlegur undirbúningur fyrir ýmsar stærðfræðitengdar háskólagreinar. Má þar nefna verk- og tæknifræði, tölvunarfræði, landfræði, hagfræði og lyfjafræði auk hinna hefðbundnu raungreina.
Lokaverkefni nemenda á náttúrufræðibraut snýst að miklu leyti um nýsköpun og frumkvöðlafræði. Auk þess kynnast nemendur þeirri hugmyndafræði víða í námi sínu á brautinni.
Grunnur (99 einingar)
* Í stað ENS3A05 má taka aðra enskuáfanga á þriðja þrepi: ENS3B05, ENS3C05, ENS3D05, ENS3Eo5.
Kjarni íþróttaakademíu (25 einingar)
Kjarni náttúrufræðibrautar (36 einingar)
Bundið pakkaval (20 einingar)
Kjörsvið náttúrufræðibrautar (20 einingar)**
Nemendur velja kjörsvið í samræmi við þá braut sem þeir eru á. Hægt er að velja hvenær áfangar af kjörsviðum eru teknir, en gæta þarf þess að byrja ekki of seint á námstímanum að taka þá áfanga.
**Nemendum í íþróttaakademíu er ráðlagt að kynna sér vel inntökuskilyrði viðtökuskóla (háskóla). Nauðsynlegt getur reynst að bæta við einingum/áföngum á kjörsviði í einstöku greinum til að uppfylla þau.
Uppfært: 12/08/2024