Líf í borgarholtsskóla

Heilsuvika og hreyfidagur

Byrjar: 30/09/2024

Endar: 04/10/2024

Heilsuvika Borgó fer fram 30. sept – 4. október. Fjölbreytt heilsueflandi dagskrá verður fyrir nemendur en fimmtudaginn 3. október er svokallaður hreyfitími þar sem nemendur velja sér fjölbreytta hreyfingu til að stunda í þeim tíma. Skráning verður send út í tölvupósti til nemenda.

Alla vikuna verður í gangi Instagramleikur sem snýst um að birta mynd/myndband á Instagram og tagga borgo_skoli og nfbhs. Þannig kemst fólk í pott og getur átt möguleika á góðum vinningum í lok vikunnar. Það má taka þátt eins oft og fólk vill.

Á mánudaginn, 30. september, sem er fyrsti dagur heilsuvikunnar,  er byrjað á að bjóða nemendum upp á ávexti og lýsi í anddyrum skólans.
Í hádegishléinu mánudaginn 30.september verður verður keppt í hlaupi upp stigana í skólanum. Þú þarft ekki að skrá þig, bara mæta við stigann við lyftuna í bóknámshúsinu kl. 12:45.

Þriðjudaginn 1. október verður keppt í róðri á róðrarvélum í matsal skólans í hádegishléinu.

Miðvikudaginn 2. október verður aftur boðið upp á ávexti og lýsi kl. 8:30 í anddyrum skólans og svo verður keppt í sippi í matsal skólans í hádegishléinu.

Fimmtudaginn 4. október verður hreyfitíminn kl. 10:45-12:45 og í raun aðaldagskrá heilsuvikunnar. Á fimmtudaginn er hefðbundin kennsla milli klukkan 8:30-10:30. Í 3. og 4. tíma, kl. 10:45-12:45 fellur niður hefðbundin kennsla en í staðinn velja nemendur sér hreyfingu á síðu sem tengist deginum. Eftir hreyfitímann verður skemmtun í matsal skólans. Það er skyldumæting í hreyfitímann fyrir alla nemendur sem eiga að vera í tíma á þessum tíma.