Inntökuskilyrði
Brautir til stúdentsprófs
Til þess að hefja nám á brautum til stúdentsprófs í bóknámi, listnámi eða verknámi þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með einkunnina B, B+ eða A í ensku, íslensku og stærðfræði. Umsækjandi með C eða C+ getur þó innritast á brautirnar en tekur sérstaka undirbúningsáfanga í þeim fögum sem hann hefur ekki lokið með B eða betri einkunn.
Verknám
Til þess að hefja nám á verknámsbrautum þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með C eða betri einkunn í ensku, íslensku og stærðfræði. Þeir nemendur sem hafa B, B+ eða A í þessum greinum geta hafið nám á 2. hæfniþrepi í greinunum, aðrir taka undirbúningsáfanga á 1. hæfniþrepi.
Félagsvirkni- og uppeldissvið
Til þess að hefja nám á félagsvirkni- og uppeldissviði þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með C eða betri einkunn í ensku, íslensku og stærðfræði. Þeir nemendur sem hafa B, B+ eða A í þessum greinum geta hafið nám á 2. hæfniþrepi í greinunum, aðrir taka undirbúningsáfanga á 1. hæfniþrepi.
Framhaldsskólabraut
Umsækjandi sem lokið hefur grunnskóla með einkunnina D í einni eða fleiri kjarnagreinum (ensku, íslensku eða stærðfræði) getur innritast á framhaldsskólabraut með mismunandi áherslur: bóknáms, listnáms eða verknáms.
Sérnámsbraut
Sérnámsbraut (starfsbraut) er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla.
Almennt
Litið er til einkunna í öðrum fögum en ensku, íslensku og stærðfræði ef grípa þarf til fjöldatakmarkana á einstakar brautir. Nám í dönsku á stúdentsprófsbrautum og í verknámi hefst á 2. þrepi. Því þurfa nemendur sem hafa lokið grunnskóla með einkunnina C að taka undirbúningsáfanga í dönsku.
Uppfært: 13/06/2023